Aukahlutir, rafhlöður og
hleðslutæki
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið
áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau
eru notuð með þessu símtæki. Þetta tæki er ætlað til
notkunar þegar það er hlaðið orku með DC-4, AC-4 eða
AC-5 hleðslutæki og með AC-1, ACP-8, ACP-9, ACP-12,
eða LCH-12 hleðslutæki þegar það er notað með CA-44
millistykki fyrir hleðslutæki.
Númer hleðslutækisins getur verið mismunandi eftir
klónni sem er notuð. Klóin er merkt með einu
eftirfarandi auðkenna: E, EB, X, AR, U, A, C eða UB.
Þetta tæki er ætlað til notkunar með BP-6MT rafhlöðu.
Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður,
hleðslutæki og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til
nota með þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar
12
Öryggisatriði
gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri
notkun getur fylgt hætta.
Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega
aukahluti sem samþykktir eru til notkunar. Þegar
aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki
leiðsluna.
13
Öryggisatriði