Lykilorð
Hafðu samband við þjónustuveituna þína ef þú
gleymir einhverjum af þessum aðgangsnúmerum.
●
PIN-númer (Personal identification
number) — Númerið hindrar að SIM-kortið sé
notað í leyfisleysi. PIN-númerið (4 til 8 tölustafir)
fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Þegar PIN-
númerið er slegið rangt inn þrisvar sinnum er
númerinu lokað og þá þarf að slá inn PUK-
númerið til að opna það.
●
UPIN-númer — Númerið kann að fylgja með
USIM-kortinu. USIM-kortið er endurbætt gerð
SIM-korts til að nota í UMTS-farsímum.
●
PIN2-númer — Númerið (4 til 8 tölustafir) fylgir
sumum SIM-kortum og er nauðsynlegt til að geta
notað suma valkosti tækisins.
●
Læsingarkóði (einnig kallaður
öryggisnúmer) — Læsingarnúmerið hindrar að
tækið sé notað í leyfisleysi. Hægt er að búa til og
breyta númerinu og láta tækið biðja um
númerið. Haltu nýja númerinu leyndu og á
öruggum stað fjarri tækinu. Ef þú gleymir
númerinu og tækið er læst þarftu að leita til
þjónustuaðila og e.t.v. greiða viðbótargjald.
16
Gagn
le
ga
r up
plýsingar
þjónustuaðila eða söluaðilanum.
●
PUK-númer (personal unblocking key) og PUK2-
númer — Þetta númer (8 tölustafir) er
nauðsynlegt til að breyta PIN-númeri eða PIN2-
númeri sem hefur verið lokað. Ef númerin fylgja
ekki með SIM-kortinu skaltu hafa samband við
símafyrirtækið sem lét þig fá SIM-kortið.
●
UPUK-númer — Þetta númer (8 tölustafir) er
nauðsynlegt til að breyta lokuðu UPIN-númeri. Ef
númerið fylgir ekki með USIM-kortinu skaltu hafa
samband við símafyrirtækið sem lét þig fá USIM-
kortið.