Val á prentara
Til að prenta myndir með valkostinum Prentun
mynda skaltu velja mynd sem á að prenta og síðan
prentvalkostinn í galleríinu, myndavélinni,
myndvinnslunni eða á myndskjánum.
Þegar þú notar prentun mynda í fyrsta skipti birtist
listi yfir samhæfa prentara eftir að þú hefur valið
myndina sem þú vilt prenta. Veldu prentara.
Prentarinn verður stilltur sem sjálfvalinn prentari.
Áður en hægt er að prenta út á samhæfum
PictBridge-prentara þarf að tengja gagnasnúruna
og gæta þess að snúrustillingin sé stillt á
Myndprentun
eða
Spyrja við tengingu
.
Sjá
„USB“, bls. 82.
Prentarinn birtist sjálfkrafa þegar
prentkostur er valinn.
Ef sjálfvalinn prentari er ekki til staðar birtist listi yfir
þá prentara sem er hægt að velja.
51
Gallerí
Sjálfgefnum prentara er breytt með því að velja
Valkostir
>
Stillingar
>
Sjálfgefinn prentari
.