Nokia Lifeblog
Nokia Lifeblog heldur margmiðlunarskrá (dagbók)
yfir þá hluti sem er að finna í tækinu. Lifeblog raðar
myndum, myndskeiðum, hljóði, textaskilaboðum,
margmiðlunarskilaboðum og bloggfærslum í
tímaröð sem hægt er að skoða, leita í, birta og taka
öryggisafrit af.
Lifeblog fyrir farsíma heldur sjálfkrafa utan um
margmiðlunarhlutina þína. Hægt er að nota
Lifeblog í tækinu til að skoða færslur, senda þær til
annarra eða birta þær á vefnum.
Hægt er að taka öryggisafrit af Nokia Lifeblog
gagnagrunninum og setja það á harðan disk í tölvu,
geisladisk, DVD, utanáliggjandi drif eða netdrif. Auk
þess er hægt að vista færslur á bloggsíðu.
Til að fá nánari upplýsingar um bloggþjónustu og
samhæfni hennar við Nokia Lifeblog skaltu
heimsækja www.nokia.com/lifeblog.
Ýttu á og veldu
Forrit
>
Miðlar
>
Lifeblog
.
Tímalínuskjárinn opnast og birtir
margmiðlunarhlutina.
Til að opna vistaða eftirlætishluti velurðu
Valkostir
>
Skoða eftirlæti
.