Nokia N82 - Nokkrar myndir teknar í röð

background image

Nokkrar myndir teknar í röð

Aðeins er hægt að velja myndaraðarstillinguna fyrir

aðalmyndavélina.
Það er aðeins hægt að velja xenon-flassið í

myndaröð ef tímabil hefur verið valið fyrir

myndatöku.
Til að láta myndavélina taka nokkrar myndir í röð

(ef nægt minni er til staðar) velurðu

Myndaröð

á

tækjastikunni.
Veldu

Törn

til að taka sex myndir. Ýttu á

myndatökutakkann til að taka myndirnar.
Til að taka tvær eða fleiri myndir í röð velurðu

tímabilið milli mynda. Myndatakan er ræst með því

að ýta á myndatökutakkann. Myndatakan er

stöðvuð með því að ýta á

Hætta við

. Myndafjöldinn

fer eftir því hversu mikið minni er laust.
Eftir að myndaröð hefur verið tekin birtast

myndirnar í töflu á skjánum. Til að skoða einhverja

þeirra ýtirðu á skruntakkann til að opna hana.

Einungis síðasta myndin sést á skjánum ef tímabil

var notað. Hægt er að skoða hinar myndirnar í

Myndefni

í Galleríinu.

Einnig er hægt að taka nokkrar myndir í röð með

sjálfvirkri myndatöku.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í

myndgluggann með myndaröðinni.
Slökkt er á myndaröð með því að velja

Myndaröð

>

Ein mynd

á tækjastikunni.