Tækjastika
Tækjastikan er með flýtivísum til að velja ýmsa hluti
og stillingar áður eða eftir að mynd eða myndskeið
er tekið. Flettu að hlutum og veldu þá með því að
ýta á skruntakkann. Einnig er hægt að tilgreina
hvenær tækjastikan á að sjást á skjánum.
Tækjastikan núllstillist þegar myndavélinni er
lokað.
Til að sýna tækjastikuna áður og eftir að mynd er
tekin eða myndskeið tekið upp velurðu
Valkostir
>
Sýna tákn
. Til að sjá aðeins tækjastikuna þegar þú
þarft þess velurðu
Valkostir
>
Fela tákn
. Þá sjást
aðeins tökustillingarvísirinn og hleðsluvísirinn á
skjánum. Hægt er að virkja tækjastikuna með því að
ýta á skruntakkann. Tækjastikan er sýnileg í 5
sekúndur.
Áður en þú tekur mynd eða myndskeið skaltu velja
úr eftirfarandi valkostum á tækjastikunni:
til að skipta á milli myndatöku og upptöku
myndskeiða
til að velja umhverfi
til að velja flass-stillingu (aðeins fyrir
myndatöku)
til að kveikja á sjálfvirkri myndatöku (aðeins fyrir
myndatöku).
Sjá „Þú með á mynd—sjálfvirk
myndataka“, bls. 38.
til að kveikja á myndaröðum (aðeins fyrir
myndatöku).
Sjá „Nokkrar myndir teknar í
röð“, bls. 38.
til að velja litaáhrif
til að sýna eða fela myndgluggatöflu (aðeins
fyrir myndatöku)
til að stilla ljósgjafa
til að stilla leiðréttingu við myndatöku (aðeins
fyrir myndatöku)
til að stilla skerpuna (aðeins fyrir myndatöku)
34
Myndavél
til að stilla birtuskilin (aðeins fyrir myndatöku)
til að stilla ljósnæmi (aðeins fyrir myndatöku)
Táknin breytast og sýna hvaða stillingar eru virkar.
Það hvaða valkostir eru fyrir hendi fer eftir því hvaða
tökustilling og skjár eru valin.
Sjá „Að myndatöku
lokinni“, bls. 36.
Sjá „Að hreyfimyndatöku
lokinni“, bls. 41.
Aðrir valkostir eru á
tækjastikunni í Galleríi.
Sjá „Tækjastika“, bls. 47.