Nokia N82 - Upptaka myndskeiða

background image

Upptaka myndskeiða

Fyrir upptöku myndskeiða geturðu gert

eftirfarandi:

Til að gera breytingar á stillingum fyrir lýsingu og

liti skaltu fletta um tækjastikuna.

Sjá

„Mynduppsetning—stillingar fyrir liti og

lýsingu“, bls. 43.

Sjá „Umhverfi“, bls. 37.

Til að losa minni fyrir ný myndskeið flyturðu t.d.

skrár í tölvu með USB-gagnasnúru og fjarlægir

þær úr tækinu. Tækið birtir tilkynningu þegar

minnið er fullt og spurt er hvort velja eigi nýtt

minni.

Myndskeið er tekið upp á eftirfarandi hátt:

1.

Ef myndavélin er stillt á myndatöku velurðu

myndupptöku á tækjastikunni.

2.

Ýttu á myndatökutakkann til að hefja

upptökuna. Rauða upptökutáknið ( ) birtist og

tónn heyrist sem gefur til kynna að upptaka sé

hafin.

40

Myndavél

background image

3.

Hægt er að gera hlé á upptökunni hvenær sem

er með því að ýta á

Hlé

. Upptakan stöðvast

sjálfkrafa ef gert hefur verið hlé á henni og ekki

er ýtt á neinn takka í eina mínútu. Veldu

Áfram

til að halda upptöku áfram.
Notaðu aðdráttartakka tækisins til að auka eða

minnka aðdrátt.

4.

Upptaka er stöðvuð með því að velja

Stöðva

.

Myndskeið eru vistuð sjálfkrafa í möppunni

Myndefni

í Galleríinu. Hámarkslengd

myndskeiða fer eftir því hversu mikið minni er

til staðar.

Kveikt er á fremri myndavélinni með því að velja

Valkostir

>

Nota myndavél 2

. Myndupptaka er

ræst með því að ýta á skruntakkann. Aðdráttur er

aukinn eða minnkaður með því að fletta upp eða

niður.