
Upptaka myndskeiða
Fyrir upptöku myndskeiða geturðu gert
eftirfarandi:
●
Til að gera breytingar á stillingum fyrir lýsingu og
liti skaltu fletta um tækjastikuna.
Sjá
„Mynduppsetning—stillingar fyrir liti og
lýsingu“, bls. 43.
Sjá „Umhverfi“, bls. 37.
●
Til að losa minni fyrir ný myndskeið flyturðu t.d.
skrár í tölvu með USB-gagnasnúru og fjarlægir
þær úr tækinu. Tækið birtir tilkynningu þegar
minnið er fullt og spurt er hvort velja eigi nýtt
minni.
Myndskeið er tekið upp á eftirfarandi hátt:
1.
Ef myndavélin er stillt á myndatöku velurðu
myndupptöku á tækjastikunni.
2.
Ýttu á myndatökutakkann til að hefja
upptökuna. Rauða upptökutáknið ( ) birtist og
tónn heyrist sem gefur til kynna að upptaka sé
hafin.
40
Myndavél

3.
Hægt er að gera hlé á upptökunni hvenær sem
er með því að ýta á
Hlé
. Upptakan stöðvast
sjálfkrafa ef gert hefur verið hlé á henni og ekki
er ýtt á neinn takka í eina mínútu. Veldu
Áfram
til að halda upptöku áfram.
Notaðu aðdráttartakka tækisins til að auka eða
minnka aðdrátt.
4.
Upptaka er stöðvuð með því að velja
Stöðva
.
Myndskeið eru vistuð sjálfkrafa í möppunni
Myndefni
í Galleríinu. Hámarkslengd
myndskeiða fer eftir því hversu mikið minni er
til staðar.
Kveikt er á fremri myndavélinni með því að velja
Valkostir
>
Nota myndavél 2
. Myndupptaka er
ræst með því að ýta á skruntakkann. Aðdráttur er
aukinn eða minnkaður með því að fletta upp eða
niður.