Nokia N82 - Nokia Myndefnisþjónusta

background image

Nokia Myndefnisþjónusta

Með Nokia Myndefnisþjónustunni (sérþjónusta) er

hægt að hlaða niður og straumspila myndskeið frá

mismunandi myndveitum með pakkagögnum eða

um þráðlaust staðarnet. Einnig er hægt að flytja

myndskeið úr samhæfri tölvu í tækið og skoða þau

í Myndefnisþjónustunni.
Myndefnisþjónustan styður sömu skráargerðir og

RealPlayer. Öll myndskeið eru sjálfkrafa spiluð í

landslagsstillingu.
Tækið kann að vera með fyrirfram skilgreinda

þjónustu.
Þjónustuveitur geta ýmist boðið upp á ókeypis efni

sem og efni sem gjald er tekið fyrir. Kannaðu verðið

hjá þjónustunni eða þjónustuveitunni.