
GPS-móttakari
GPS-móttakarinn er efst í tækinu. Þegar þú notar
móttakarann skaltu halda tækinu beint upp og færa
það svo í um 45 gráðu stöðu án þess að nokkuð
skyggi á himininn.
Það getur tekið
allt frá fáeinum
sekúndum upp í
nokkrar mínútur
að koma á GPS-
tengingu. Það
getur tekið
lengri tíma að
koma á GPS-
tengingu í bíl.
GPS-móttakarinn notar orku rafhlöðunnar. Notkun
hans getur tæmt rafhlöðuna fyrr en ella.