Höfuðtól
Hægt er að tengja samhæft höfuðtól eða samhæf
heyrnartól við tækið. Þú gætir þurft að velja
snúrustillinguna.
Viðvörun: Þegar
höfuðtólið er notað getur það
skert heyrn á umhverfishljóðum.
Ekki skal nota höfuðtólið þar sem
hætta getur stafað af.
Sum höfuðtól hafa tvo hluta;
fjarstýringu og höfuðtól
(heyrnartól). Fjarstýring er með
hljóðnema og takka til að svara
og slíta símtölum, stilla hljóðstyrk
og spila tónlistarskrár eða
myndskeið. Höfuðtólið er notað með fjarstýringu
með því að tengja fjarstýringuna við Nokia AV tengi
30
Tæ
ki
ð
(3,5 mm) í tækinu og tengja svo höfuðtólin við
fjarstýringu.
Ef enginn hljóðnemi er í höfuðtólinu er hringt
handfrjálst með því að nota samhæfa fjarstýringu
eða hljóðnema tækisins.
Hljóðstyrkstakki tækisins er notaður til að stilla
hljóðstyrkinn meðan á símtali stendur í sumum
höfuðtólum. Sum höfuðtól eru með
margmiðlunarhljóðstjórnun sem eru aðeins notuð
til að stilla hljóðstyrkinn fyrir spilun tónlistar eða
hreyfimyndaskráa.
Einnig er hægt að tengja samhæfa sjónvarpssnúru
við Nokia hljóð- og myndtengið (3,5 mm) á tækinu.
Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar
sem slíkt getur skemmt símann. Ekki skal stinga
spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið.
Þegar ytri tengi eða höfuðtól önnur en þau sem
Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki við
Nokia hljóð- og myndtengið skal gæta sérstaklega
að hljóðstyrknum.