Leikir spilaðir
Til að spila leiki skaltu fara í
My Games
þar sem sjá
má lista yfir leiki sem búið er að hlaða niður og setja
upp í tækinu. Leikirnir eru flokkaðir eftir því hvenær
27
Tæ
ki
ð
þeir voru síðast spilaðir og eru nýjustu
dagsetningarnar fyrstar í röðinni.
Fimm mismunandi tegundir leikja eru í Leikirnir
mínir:
●
Leikir með heimild — Þetta eru leikir sem þú
hefur keypt með fullri heimild. Ýmsar
leyfistegundir kunna að vera í boði eftir því hver
leikurinn er, sem og eftir landsvæði.
●
Leikir með reynslutíma — Þetta eru leikjaskrár
sem þú hefur aðeins aðgang að í tiltekinn tíma
eða innihalda takmarkað efni. Þegar
reynslutíminn rennur út þarftu að kaupa leyfi til
að geta opnað leikinn og haldið áfram. Þessir
leikir eru auðkenndir með bleiku TIL REYNSLU-
merki á leikjalistanum.
●
Sýnishorn — Þetta eru brot úr leik með aðeins
fáeinum aðgerðum og möguleikum. Þessir leikir
eru mauðkenndir með purpuralitu SÝNISHORNA-
merki á leikjalistanum.
●
Tími útrunninn — Þetta eru leikir sem þú hefur
keypt með takmörkuðu leyfi sem nú er útrunnið.
Þessir leikir eru auðkenndir með klukku og ör á
leikjalistanum.
●
Ekki tiltækir — Þetta eru leikir sem þú hefur
fjarlægt eða hefur hlaðið niður en ekki sett upp.
Þessir leikir birtast sem ekki tiltækir á
leikjalistanum. Leikir sem settir eru upp á
minniskorti birtast einnig sem ekki tiltækir ef
minniskortið hefur verið fjarlægt úr tækinu.
Ef viðbótarefni við leik hefur verið hlaðið niður en
ekki sett upp, þá er grafíkin fyrir leikinn heldur ekki
tiltæk og ekki er hægt að spila leikinn fyrr en
viðbótarefnið hefur verið sett upp.