N-Gage skjáir
N-Gage forritið samanstendur af fimm mismunandi
svæðum. Fyrir hvert svæði er valmyndarflipi.
Heimasvæðið er sjálfgefin skjámynd þegar N-
Gage forritið er ræst. Þú getur hafið leik eða haldið
áfram með leikinn sem þú varst í síðast, athugað
stigafjöldann þinn, leitað að fleiri leikjum, lesið
skilaboð eða tengst N-Gage vini sem er tiltækur í
leik.
Í Leikir mínir geturðu spilað leiki sem búið er
að hlaða niður í tækið. Þú getur sett upp og eytt
leikjum, metið og skoðað leiki sem búið er að spila
og mælt með þeim við N-Gage vini.
Í Notandalýsingu geturðu sett inn upplýsingar
um sjálfan þig og verið með yfirlit yfir N-Gage
þátttöku þína.
Í Vinir mínir geturðu boðið öðrum N-Gage spilara
að vera á vinalistanum þínum og séð hvort þeir eru
nettengdir og tilbúnir til leiks. Einnig geturðu
tengst N-Gage vinum með því að senda þeim
einkaskilaboð.
Á Sýningarsvæðinu finnurðu upplýsingar um
N-Gage leiki, og einnig skjámyndir og yfirlit yfir
spilara. Einnig geturðu prófað nýja leiki með því að
hlaða niður sýnishornum, eða aukið færni þína með
viðbótarefni við leiki sem eru í tækinu þínu.