Útvarp
Hægt er að nota útvarpið sem venjulegt FM-útvarp
til að hlusta á og vista stöðvar. Einnig er hægt að
nota það til að birta upplýsingar á skjánum sem
tengjast því efni sem hlustað er á, ef útvarpsstöðin
býður upp á sjónræna þjónustu (Visual Radio
service). Sjónræn þjónusta byggir á pakkagögnum
(sérþjónusta).
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með
hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda
tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður
því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Þegar þú opnar útvarpið í fyrsta skipti aðstoðar
hjálparforrit þig við að vista útvarpsstöðvar
(sérþjónusta).
Ef þú hefur ekki aðgang að Visual Radio þjónustunni
er ekki víst að símafyrirtækið eða
útvarpsstöðvarnar þar sem þú ert styðji þjónustuna.