Nokia Netvörp
Með Netvörpum Nokia forritinu (sérþjónusta) er
hægt að leita, finna, fá áskrift að og nálgast netvörp
(podcasts) yfir netið, sem og spila, stjórna og
samnýta hljóð- og myndnetvörp í tækinu.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með
hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda
tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður
því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.